VALMYND ×

Vorlög

Með vindinu þjóta skúraský.
Drýpur drop,drop,drop
drýpur drop,drop,drop
Og droparnir hníga og detta á ný.
Drýpur drop,drop,drop,
drýpur drop,drop,drop.


Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund.
Drýpur drop,drop,drop,
drýpur drop,drop,drop.
Þau augun sín opna, er grænkar grund.
Drýpur drop,drop,drop,
drýpur drop,drop
drýpur drop, drop, drop.


Hvað er það sem rignir svo regnhlífarnar á ?
Hvað rennur svo bólstrunum svörtu frá?
Það er vatnið,vatnið , ekkert nema vatnið.
Drop,drop,drop,drop,drop,drop,drop,drop,

Við skýin felum ekki sólina af illgirni
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin erum bara að horfa á leiki mannanna
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin sjáum ykkur hlaupa-oouuúúííh!
Í rokinu!
Klædd gulum, rauðum, grænum og bláum regnfötum.

Eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá, bara grá,
á morgun kemur sólin,
hvað verður um skýin þá?

Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.

Rigning hér og rigning þar
já, rigningin er alls staðar
en sama er mér og
sama er þér
við sullum og bullum hér.

Drippedí-dripp, droppedí-dropp.

Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskynið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindi, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,
vonglaður taka nú sumrinu mót.


Texti: Páll Ólafsson


 

Bráðum fæðast lítil lömb
leika sér og hoppa
með lítinn munn og litla vömb
lambagrasið kroppa.
Við skulum koma og klappa þeim
kvölds og bjartar nætur
reka þau í húsin heim
hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.
syngja þeir með sætri raust,
sveifla bængjum báðum.
Við skulum hlæja og heilsa þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn. 

 

Nánar